Draumurinn um starf á leikskóla rættist að lokum Sylvía Hall skrifar 8. október 2020 21:01 Andy Morgan hefur loksins fengið starf á leikskóla eftir fjölda umsókna. Hér er hann ásamt börnum sínum. Úr einkasafni Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“ Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira