Lífið

Paris Hilton opnar sig enn frekar um ofbeldið sem hún mátti þola

Stefán Árni Pálsson skrifar
srhsrhsrh

„Þetta er eitthvað sem ég ætlaði aldrei að tala um við neinn,“ segir athafnakonan Paris Hilton í spjallþætti Kelly Clarkson en um miðjan september kom út heimildarmynd um Hilton.

Paris Hilton vakti fyrst fyrst athygli í þáttunum The Simple Life þar sem sýnt var frá lífi hennar og Nicole Richie.

Síðan þá hefur hún skapað sér nafn í viðskiptaheiminum og staðið sig vel. Hún er barnabarn Conrad Hilton sem stofnaði Hilton hótelkeðjuna.

Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en fjallað er um raunverulegu sögu Parisar Hilton í heimildarmyndinni The Real Story of Paris Hilton.

Í myndinni opnar hún sig um skelfilega lífsreynslu þegar hún var í heimavistarskólanum Provo Canyon í Utah. Þar hafi verið komið mjög illa fram við hana í þá 11 mánuði þar sem hún var í skólanum.

Hún segir að starfsmenn skólans hafi beitt hana bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi á þeim tíma. Paris Hilton fær enn martraðir vegna skólagöngunnar.

„Ég reyndi að eyða þessum minningum þar sem þær voru of sársaukafullar. Ég var beitt bæði andlega og líkamlegu ofbeldi í þessum skóla. Foreldrar mínir komust ekki að þessu fyrr en heimildarmyndin kom út. Ég hef aldrei sagt neinum frá þessu, fyrr en núna. Þetta hefur verið mitt stærsta leyndarmál alla ævi,“ segir Paris en myndin átti fyrst og fremst að snúast um líf Paris Hilton og ætlaðu hún sér aldrei að opna sig um ofbeldið en eftir að hafa fundið traust leikstjórans ákvað hún að opna á málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×