Sjúklingar ekki sendir í aðgerð til útlanda nema í bráðatilfellum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 13:34 María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Baldur Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins senda Sjúkratryggingar Íslands sjúklinga ekki lengur í aðgerðir til útlanda nema í mjög svo brýnum tilfellum. Fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa straum af kostnaði vegna aðgerða erlendis er ekki hægt að nýta til að framkvæma sambærilegar aðgerðir hér heima. Nokkur umræða hefur verið uppi um slíkar aðgerðir, einkum liðskiptaaðgerðir, sem margir sækja út fyrir landssteinana, einkum til Svíþjóðar, en slíkar aðgerðir hafa verið niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. Fyrirkomulagið hefur sætt nokkurri gagnrýni, einkum í ljósi þess að slíkar aðgerðir, sem framkvæmdar eru á einkastofum hér á landi, hafa ekki verið niðurgreiddar af sjúkratryggingum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ákvörðun hafi verið tekin fyrir nokkru síðan, í nánu samráði við sóttvarnalækni, um að hætt verði að senda fólk til útlanda í aðgerð nema í bráðatilfellum „Það er búið að vera undanfarna mánuði svona til sérstakrar athugunar í hvaða tilvikum er hægt að senda fólk til útlanda og við höfum ákveðið þetta í góðu samráði við sóttvarnalækni á hverjum tíma og tökum til endurskoðunar alltaf reglulega. En því miður þá hefur það verið þannig undanfarið að það hefur þurft að takmarka þetta við sjúklinga sem eru bráðveikir og þar sem að meðferð erlendis þolir í rauninni enga bið,“ sagði María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Það er nálægt tveimur milljörðum sem að við höfum til þess að greiða fyrir í rauninni alla meðferð sem að fer fram erlendis, ekkert endilega bara þessar [liðskipta]aðgerðir. Þetta geta verið börn sem þurfa á hjartaskurðaðgerðum að halda, þetta geta verið fólk með sérlega vandmeðfarin krabbamein og svo framvegis,“ útskýrir María. Þótt ferðum vegna aðgerða í útlöndum hafi fækkað í heimsfaraldrinum þýðir það þó ekki að fjármagnið sem eyrnamerkt er til að standa undir kostnaði vegna slíkra aðgerð nýtist til að framkvæma slíkar aðgerðir hér á landi. „Það er þannig að á fjárlögum þá er þessi peningur í rauninni alveg eyrnamerktur því að fara í erlenda þjónustu. Þetta er í rauninni ekki fjármagn sem að við getum flutt til innlendra veitenda,“ segir María. „Ég vil nú leggja áherslu á það að þessar um sóknir sem við fáum, við metum auðvitað hverja og eina umsókn. Þannig að það er ekki þannig að þetta sé bara lagt til hliðar heldur förum við mjög vandlega yfir hverja og eina umsókn og það sem að alls ekki getur beðið, það fólk er sannarlega sent erlendis til meðferðar.“ Vísir/Vilhelm Spurð hvort sjúkratryggingar hafi einhverja aðkomu að samtali eða ákvörðun um hvort gera skuli breytingar á þessu fyrirkomulagi, svo unnt verði að semja við innlenda aðila, segir María að til þyrfti að koma nýtt fjármagn. „Ef það á að semja við innlenda aðila um að auka framboð á þessari þjónustu þá þarf í rauninni bara nýja fjárveitingu frá Alþingi vegna þess að eins og þetta er merkt á fjárlögum þá er ekki hægt að flytja það yfir í aðra þjónustu, jafnvel þó að menn vildu gera það,“ segir María. „Eins og við skiljum þetta þá þyrfti að setja nýtt fjármagn í það að auka framboð á liðskiptingaaðgerðum.“ Þessi mál hafi verið til umræðu. „Við erum að skoða þennan lið með heilbrigðisráðuneytinu og fara alveg í gegnum það hvaða þjónusta er þarna undir, hvaða þjónusta á að vera þarna undir og svo framvegis og það er auðvitað bara mjög mikilvægt að klára þá vinnu,“ segir María. „Við fáum töluvert af fyrirspurnum og ég skil það og við skiljum það bara mjög vel að það er erfitt að bíða á biðlista eftir því að fá bót meina sinna,“ segir María. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það er auðvitað betra fyrir sjúklinginn að fá sem mest af sinni meðferð hérna heima.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira