Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 14:14 Rætt verður við Sigríði í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hefst mánudaginn 5. október á Stöð 2. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. „Ég ætlaði að fara í háskóla og var á leiðinni og búin að borga skólagjöldin. Ég var búinn að pakka og á leiðinni á Laugavatn í íþróttaskóla í heilsufræði. Ég man vel eftir þessu, þetta var í ágúst og ég var búin að sækja lykilinn minn fyrir heimavistina,“ segir Sigríður en kvöldið áður en hún átti að fara á Laugavatn ákvað hún að fara í partí. Inga var í neyslu þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi. „Það partí var bara að klárast fyrir sex mánuðum,“ segir Inga en þá fékk hún óvæntar fréttir, hún var ólétt. „Ég var komin rúmlega tólf vikur þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Mig grunaði það og átti pláss inn á Vogi og var búin að bíða eftir þeirri innlögn í fimm mánuði. Ég fékk svo mikið sjokk og svo mikla fíkn að ég datt í það daginn eftir á planinu á Vogi, vitandi það að ég væri ólétt.“ Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að fara annast barn. „Svo fer ég í sónarinn og ekki edrú. Myndirnar sem ég fæ þá sé ég hana vera veifa mér. Hún var með alla fingur upp í loft og var að veifa mér. Þetta var hræðilegur tími, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt á jónunni með einni og sónarmyndinni í hinni og grét og grét. Þarna fæ ég smjörþefinn af því, það sem ég hef alltaf dæmt foreldrana mína fyrir alla ævi, að geta ekki hætt. Ég var svo langt leidd í neyslu og var ekkert viss um það hvort ég gæti snúið við blaðinu,“ segir Inga sem velti fóstureyðingu fyrir sér en eins og áður segir verður fyrsti þátturinn sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Klippa: Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét Fósturbörn Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hefst mánudaginn 5. október á Stöð 2. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. „Ég ætlaði að fara í háskóla og var á leiðinni og búin að borga skólagjöldin. Ég var búinn að pakka og á leiðinni á Laugavatn í íþróttaskóla í heilsufræði. Ég man vel eftir þessu, þetta var í ágúst og ég var búin að sækja lykilinn minn fyrir heimavistina,“ segir Sigríður en kvöldið áður en hún átti að fara á Laugavatn ákvað hún að fara í partí. Inga var í neyslu þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi. „Það partí var bara að klárast fyrir sex mánuðum,“ segir Inga en þá fékk hún óvæntar fréttir, hún var ólétt. „Ég var komin rúmlega tólf vikur þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Mig grunaði það og átti pláss inn á Vogi og var búin að bíða eftir þeirri innlögn í fimm mánuði. Ég fékk svo mikið sjokk og svo mikla fíkn að ég datt í það daginn eftir á planinu á Vogi, vitandi það að ég væri ólétt.“ Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að fara annast barn. „Svo fer ég í sónarinn og ekki edrú. Myndirnar sem ég fæ þá sé ég hana vera veifa mér. Hún var með alla fingur upp í loft og var að veifa mér. Þetta var hræðilegur tími, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt á jónunni með einni og sónarmyndinni í hinni og grét og grét. Þarna fæ ég smjörþefinn af því, það sem ég hef alltaf dæmt foreldrana mína fyrir alla ævi, að geta ekki hætt. Ég var svo langt leidd í neyslu og var ekkert viss um það hvort ég gæti snúið við blaðinu,“ segir Inga sem velti fóstureyðingu fyrir sér en eins og áður segir verður fyrsti þátturinn sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Klippa: Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét
Fósturbörn Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira