Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. október 2020 11:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að grípa til harðari kórónuveiruaðgerða eins og staðan er núna. Hann bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Meðalaldur þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús vegna veirunnar fer hækkandi. 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls eru ellefu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu. Inntur eftir því hvað skýri það að spítalainnlögnum vegna veirunnar fjölgi nú nokkuð ört bendir Þórólfur á að toppur alvarlegra veikinda komi iðulega fram um viku eftir topp nýrra tilfella. Það taki þá sem sýkjast af veirunni um viku að fá alvarleg einkenni, ef þeir fá þau á annað borð. „Svo kann líka vel að vera að einstaklingar með undirliggjandi vandamál séu að veikjast núna. Ég get þó ekki sagt alveg fyrir um það, ég hef ekki kannað það sérstaklega, en þetta eru svona tvær helstu skýringarnar,“ segir Þórólfur. Fram hefur komið að þeir sem liggja inni á sjúkrahúsi nú vegna veirunnar séu frá þrítugsaldri til sjötugsaldurs. Þórólfur segir aðspurður að aldursdreifing sjúklinganna sé nú heldur að hækka. Þá stendur ekki til að skila inn minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til heilbrigðisráðherra fyrir ríkisstjórnarfund á morgun, að sögn Þórólfs. Hann segist ekki munu leggja til harðari aðgerðir eins og staðan er núna. Slíkt sé þó alltaf í endurskoðun. „Eins og staðan er núna höfum við séð að kúrvan er hægt og bítandi að sigla niður á við. Það er líka verið að skoða þetta út frá getu heilbrigðiskerfisins og aðstöðunni á Landspítalanum til að taka á móti veikum einstaklingum. Þetta eru allt þættir sem spila inn í hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. En ég minni á að harðari aðgerðir núna skila sér ekki fyrr en eftir kannski tvær vikur.“ Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar verður haldinn klukkan þrjú í dag en ekki klukkan tvö eins og venjan er. Ástæða seinkunarinnar er setning Alþingis sem hefst klukkan 13:30. Upplýsingafundurinn verður að vanda í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01 Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04 Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. 1. október 2020 11:01
Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. 1. október 2020 08:04
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53