Lífið

Fékk loksins að leiðrétta lygasögu Egils Einarssonar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi Blö fór á kostum í Yfirheyrslunni.
Auddi Blö fór á kostum í Yfirheyrslunni.

Fjölmiðlamaðurinn margreyndi mætti í dagskráliðinn Yfirheyrslan í Brennslunni á FM957 á dögunum.

Þar fékk hann margar miserfiðar spurningar og varð að svara eins og vel og hann gat. Í yfirheyrslunni kom meðal annars fram að hann þóttist einu sinni hafa eldað mat frá Hraðlestinni á stefnumóti í heimahúsi. Hann var gómaður.

Hans furðulegasta venja er að Auðunn verður að kíkja í ísskápinn þegar hann mætir heim til sín, verður að vera í stuttbuxum heima og getur ekki drukkið mjólk sem einhver annar hefur opnað.

Auddi var settur í leikinn vinsæla sofa hjá, giftast, drepa. Valið stóð á milli Steinda, Sveppa og Egils Einarssonar. Hann myndi giftast Sveppa, en gat ekki valið á milli þeirra sem hann myndi sofa hjá drepa.

Versti staður heims að hans mati er Atlantic City. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í fótbolta í æsku og hann er yfirleitt ekki góður í heimilisverkunum.

Í útvarpsþættinum FM95BLÖ talar Egill Einarsson oft um það að Auðunn hafi komið nakinn upp í rúm til hans á hótelherbergi og það í svefni. Það mun ekki vera rétt og fékk Auddi tækifæri til að leiðrétta þá lygi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.