Tónlist

Bein útsending: Spilar danstónlist á bökkum Elliðaár

Tinni Sveinsson skrifar
Sbeen Around kom sér fyrir í Elliðaárdalnum í blíðskaparveðri á dögunum til að taka upp fyrir útsendinguna.
Sbeen Around kom sér fyrir í Elliðaárdalnum í blíðskaparveðri á dögunum til að taka upp fyrir útsendinguna.

Plötusnúðurinn Sara Magnúsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Sbeen Around, spilar tónlist á bökkum Elliðaárinnar í útsendingu sem hefst klukkan 20 á Vísi í kvöld.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum.

Klippa: Sbeen Around spilar í Elliðaárdalnum

Um Sbeen Around

Í tilkynningu frá Volume kemur fram að Sbeen Around hefur verið vel þekkt í house-tónlistarsenunni á Íslandi í nokkur ár. „Hún gefur reglulega út DJ mix í seríunni House Remedy. Hún tilheyrir alþjóðlegum hópi sem heitir House Salad en hann leggur sig fram í því að kynna house-tónlist allstaðar frá. Sbeen Around spilar með breiðan smekk af hústónlist, og er þekkt fyrir að lesa dansgólfið vel við allar aðstæður.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×