Lífið

Kelly Clarkson með ábreiðu af laginu Perfect eftir Ed Sheeran

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kelly Clarkson með magnaðan flutning á lagi Sheeran. 
Kelly Clarkson með magnaðan flutning á lagi Sheeran. 

Söngkonan Kelly Clarkson fór af stað á nýjan leik með spjallþátt sinn The Kelly Clarkson Show í síðustu viku. 

Um er að ræða aðra þáttröð hennar og ætlar hún greinilega að flytja þekkt lög eftir aðra þekkta listamenn í þáttunum og það í dagskrálið sem nefnist Kellyoke.

Fyrsta lagið var lagið Perfect eftir tónlistarmanninn vinsæla Ed Sheeran.

Lagið sló rækilega í gegn á sínum tíma en Kelly Clarkson er þekkt fyrir að vera frábær söngkona. Enda vann hún fyrstu þáttaröðina af American Idol árið 2002.

Hér að neðan má sjá flutning hennar af laginu Perfect.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.