Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Aðeins ellefu af þrjátíu og átta sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna þrjá sólarhringa voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og býr sig undir fjölda smita næstu daga.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við sóttvarnalækni í beinni útsendingu.

Talsmaður bandarísku kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum en hlutafjárútboði félagsins lauk núna síðdegis.

Einnig verður rætt við þingmanninn Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem sagði sig úr þingflokki Vinstri Grænna í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar í máli egypsku flóttafjölskyldunnar.

Þá verður farið yfir fjölgun kórónuveirusmita i Evrópu og rætt við bændur á nyrstu ströndum Íslands sem enn eru að nýta rekavið þrátt fyrir að hann sé að mestu hættur að berast til landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.