Lífið

Fyrsta stiklan úr annarri þáttaröðinni af The Mandalorian

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir fara af stað á nýjan leik 30. október á streymisveitunni Disney+.
Þættirnir fara af stað á nýjan leik 30. október á streymisveitunni Disney+.

Streymisveitan Disney+ frumsýndi í dag nýja stiklu úr annarri stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian en fyrsti þátturinn verður frumsýndur þann 30. október.

Líklega eftir það kemur líklega út einn þáttur í hverri viku næstu vikur fram að jólum.

Þættirnir gerist fimm árum eftir tortímingu Helstirnisins og falls Veldisins í Return of the Jedi, á tímum óreiðu og lögleysu í vetrarbrautinni. Aðalpersóna þáttanna er nafn- og andlitslaus mannaveiðari sem hingað til hefur aðeins verið kallaður The Mandalorian. Það er Pedro Pascal sem fer með aðalhlutverkið.

Hann flakkar um vetrarbrautina í leit að strokuföngum og glæpamönnum, skilar þeim til þartilgerðra yfirvalda og fær greitt fyrir.

Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr þáttaröðinni sem frumsýnt var á Twitter-síðu Star Wars fyrir stundu.

 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.