Lífið

Fyrsta stiklan úr annarri þáttaröðinni af The Mandalorian

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir fara af stað á nýjan leik 30. október á streymisveitunni Disney+.
Þættirnir fara af stað á nýjan leik 30. október á streymisveitunni Disney+.

Streymisveitan Disney+ frumsýndi í dag nýja stiklu úr annarri stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian en fyrsti þátturinn verður frumsýndur þann 30. október.

Líklega eftir það kemur líklega út einn þáttur í hverri viku næstu vikur fram að jólum.

Þættirnir gerist fimm árum eftir tortímingu Helstirnisins og falls Veldisins í Return of the Jedi, á tímum óreiðu og lögleysu í vetrarbrautinni. Aðalpersóna þáttanna er nafn- og andlitslaus mannaveiðari sem hingað til hefur aðeins verið kallaður The Mandalorian. Það er Pedro Pascal sem fer með aðalhlutverkið.

Hann flakkar um vetrarbrautina í leit að strokuföngum og glæpamönnum, skilar þeim til þartilgerðra yfirvalda og fær greitt fyrir.

Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr þáttaröðinni sem frumsýnt var á Twitter-síðu Star Wars fyrir stundu.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.