Streymisveitan Disney+ frumsýndi í dag nýja stiklu úr annarri stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian en fyrsti þátturinn verður frumsýndur þann 30. október.
Líklega eftir það kemur líklega út einn þáttur í hverri viku næstu vikur fram að jólum.
Þættirnir gerist fimm árum eftir tortímingu Helstirnisins og falls Veldisins í Return of the Jedi, á tímum óreiðu og lögleysu í vetrarbrautinni. Aðalpersóna þáttanna er nafn- og andlitslaus mannaveiðari sem hingað til hefur aðeins verið kallaður The Mandalorian. Það er Pedro Pascal sem fer með aðalhlutverkið.
Hann flakkar um vetrarbrautina í leit að strokuföngum og glæpamönnum, skilar þeim til þartilgerðra yfirvalda og fær greitt fyrir.
Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr þáttaröðinni sem frumsýnt var á Twitter-síðu Star Wars fyrir stundu.
"Wherever I go, he goes." Watch the brand new trailer for #TheMandalorian and start streaming the new season Oct. 30, only on #DisneyPlus. pic.twitter.com/plfHssS8qG
— Star Wars (@starwars) September 15, 2020