Innlent

Minkur hrellir Ráðhúsfólk

Jakob Bjarnar skrifar
Marta og minkurinn sem tók á móti borgarfulltrúum við Ráðhúsið í morgun.
Marta og minkurinn sem tók á móti borgarfulltrúum við Ráðhúsið í morgun. visir/vilhelm

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birti nú síðdegis á Facebooksíðu sinni mynd af mink sem hleypur niður tröppur við Ráðhús Reykjavíkurborgar.

Mörtu sem og öðrum varð ekki um sel og fylgir mynd sinni úr hlaði með orðunum:

„Minkur og rottur hafa verið á sveimi við Ráðhúsið að undanförnu. Þessi tók á móti okkur þegar við mættum í borgarstjórn í dag.“

Í athugasemdum vilja stuðningsmenn Mörtu leggja í þetta dýpri merkingu og þá pólitíska. „Eru þetta ekki vinir meirihlutans sem vilja komast inn sem borgarfulltrúar?“ spyr einn sem leggur orð í belg. Og annar segir að „von sé að þetta lifi í þessum óþrifnaði sem virðist vera þarna.“ Og enn ein sem veltir þessu fyrir sér segir: „Er það kannski þessi sem tekur skrítnar ákvarðanir í borginni?“

Þá er á það bent að mikið sé um mink í grjótgarðinum við Sæbraut og Hörpu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.