Innlent

Minkur hrellir Ráðhúsfólk

Jakob Bjarnar skrifar
Marta og minkurinn sem tók á móti borgarfulltrúum við Ráðhúsið í morgun.
Marta og minkurinn sem tók á móti borgarfulltrúum við Ráðhúsið í morgun. visir/vilhelm

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birti nú síðdegis á Facebooksíðu sinni mynd af mink sem hleypur niður tröppur við Ráðhús Reykjavíkurborgar.

Mörtu sem og öðrum varð ekki um sel og fylgir mynd sinni úr hlaði með orðunum:

„Minkur og rottur hafa verið á sveimi við Ráðhúsið að undanförnu. Þessi tók á móti okkur þegar við mættum í borgarstjórn í dag.“

Í athugasemdum vilja stuðningsmenn Mörtu leggja í þetta dýpri merkingu og þá pólitíska. „Eru þetta ekki vinir meirihlutans sem vilja komast inn sem borgarfulltrúar?“ spyr einn sem leggur orð í belg. Og annar segir að „von sé að þetta lifi í þessum óþrifnaði sem virðist vera þarna.“ Og enn ein sem veltir þessu fyrir sér segir: „Er það kannski þessi sem tekur skrítnar ákvarðanir í borginni?“

Þá er á það bent að mikið sé um mink í grjótgarðinum við Sæbraut og Hörpu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×