Lífið

Komust í sam­band við fót­bolta­mennina á sér­stöku stefnu­móta­for­riti

Sylvía Hall skrifar
Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu.
Þær Nadía og Lára hafa verið í kastljósi fjölmiðla eftir að fréttir bárust af heimsókn þeirra á Hótel Sögu.

Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit, en heimildir DV fullyrða að um sé að ræða stefnumótaforritið Raya. 

Lára Clausen, frænka Nadíu, ræddi hittinginn í viðtali við Daily Mail í dag þar sem hún minnist á stefnumótaforritið.

Ekki er tilgreint hvaða forrit um ræðir, heldur aðeins að um sé að ræða sérstakt forrit. Stefnumótaforritið Raya hefur verið þekkt sem stefnumótaforrit hinna frægu, enda fær ekki hver sem er aðgang að forritinu heldur þarf sérstakt samþykki til.

Sérstakur algórismi og fjölskipuð nefnd úrskurðar um hvort þú fáir aðgang að því er fram kemur í umfjöllun Business Insider um forritið. Forritið var sett á laggirnar í febrúar árið 2015 og hafa stjörnur á borð við Channing Tatum, Ben Affleck, Dara Delevigne og Trevor Noah nýtt sér það í leit að ástinni.

„Til þess að vinna hug nefndarinnar þarftu að skera þig út úr fjöldanum; að vera þekktur fyrir eitthvað eða sérhæfa þig í einhverju,“ stendur á heimasíðu forritsins.

Aðeins átta prósent þeirra sem sækja um eru sagðir fá aðgang. Áskrift að forritinu kostar 8 dollara á mánuði, eða rúmlega eitt þúsund íslenskar krónur.


Tengdar fréttir

Alls ó­víst hvort stúlkurnar hafi brotið lög

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu til þess að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.