Tónlist

Upptaka frá tónleikum Brek í Norræna húsinu

Tinni Sveinsson skrifar
Hljómsveitin Brek.
Hljómsveitin Brek.

Streymi frá tónleikum hljómsveitarinnar Brek í Norræna húsinu sem hefst klukkan 18.

Brek er ný hljómsveit sem tvinnar  saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. 

Hljómsveitina skipa Harpa Þorvaldsdóttur söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikara og Sigmar Þór Matthíasson kontrabassaleikari.

Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða. Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði.

Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.