Dr. Maggi er enn að teikna byggingar 83 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2020 19:15 Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hveragerði Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Hveragerði Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira