Innlent

Slasaðist á Snæfelli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nóg að gera hjá áhöfn þyrlunnar, að venju.
Nóg að gera hjá áhöfn þyrlunnar, að venju. Mynd/LHG

Kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að sækja göngumann sem slasaðist á göngu á Snæfelli á Austurlandi í dag.

Lögregla fékk tilkynningu um slysið skömmu eftir hádegi en maðurinn reyndist ekki alvarlega slösuð. Hann komst þó ekki niður af fjallinu án aðstoðar, og voru björgunarsveitir því ræstar út.

Þyrlan var einnig kölluð út til þess að sækja manninn á fjallið, og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir einnig að á heimleið frá þessu útkalli hafi annað útkall borist, í þetta skiptið vegna slasaðrar göngukonu á Fimmvörðuhálsi sem hafði meiðst á fæti. Þyrlan kom þar við og flutti hina slösuðu á Landspítalann í Fossvogi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×