Lífið

Stjörnulífið: Sprett úr spori í sólinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Íslendingar nutu sólarinnar um helgina.
Íslendingar nutu sólarinnar um helgina. Samsett/Instagram

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona og Árni Hauksson fjárfestir eiginmaður hennar nutu lífsins með fjölskyldunni á bát á Þingvallavatni. Þau hafa farið mikinn í veiði í sumar.

View this post on Instagram

Un maravilloso día en Islandia

A post shared by Inga Karlsdóttir (@ingalind76) on

Reykjavíkurmaraþoninu var frestað, en margir hlupu samt eigið góðgerðarhlaup og söfnuðu áheitum. Steindi hljóp og styrkti Einstök börn. Hann birti mynd af sér taka sprettinn með forsetahjónunum á laugardag. 

View this post on Instagram

Yfirleitt hleyp ég ekki nema einhver sé að elta mig en í dag hljóp ég fyrir Einstök börn. RVK Maraþonið féll niður í ár útaf djöfulsins Covid en þjóðin deyr ekki ráðalaus. Við hendum okkur bara út og hlaupum okkar leið og reynum að safna pening fyrir góðgerðarfélögin, þvi um það snýst þetta alltaf í grunninn. Það er næstum búið að safna helmingnum sem kom inn í kassann i fyrra, sem er ótrúlegur árangur. Söfnuninni líkur á miðnætti á miðvikudaginn og við skulum sprengja þessa söfnun. Takk fyrir mig þetta er búið að vera frábært verkefni. Ég hvet alla sem mega missa einn þússara að henda sér inn á hlaupastyrkur.is og láta gott af sér leiða með einu einföldu sms-i. Svo líður manni líka svona helvíti vel á eftir. #MittMaraþon @hlynurholm

A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on

Eva Ruza sló sitt persónulega met og hljóp 13 kílómetra. Hún safnaði áheitum fyrir Ljósið.

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var í stórum hópi sem hljóp í Stykkishólmi til styrktar Berglindi Gunnarsdóttur landsliðskonu og læknanema, sem slasaðist alvarlega á mænu og hálsi í rútuslysi á þessu ári. 

Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hljóp hálfmaraþon heima á Akranesi til styrktar Kvennaathvarfinu. 

Frjálsíþróttakonan Silja Úlfarsdóttir var ein fjölmargra sem hlupu til góðs á laugardaginn. Silja hljóp Setbergshringinn ásamt vinum og fjölskyldu fyrir Ljónshjartasamtökin í minningu um Úlfar föður sinn. 

Svala Björgvins söngkona eyddi tíma með góðri vinkonu í hjarta Hafnarfjarðar. Svala opinberaði nýtt samband í síðustu viku, en hún er byrjuð að deita Kristján Einar Sigurbjörnsson.

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen birti mynd af sér á Instagram um helgina úr fjölskylduveiðiferð á suðurströndinni. Gríma Björg Thorarensen, kærast Skúla, og litli Jaki voru að sjálfsögðu með í för. Skúli hefur meðal annars verið við laxveiði í Selá í sumar.

Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og jógakennari, nýtti blíðuna til útiveru og skellti sér kviknakin í sturtu í fallegum íslenskum fossi nærri Búðardal.

Móeiður Lárusdóttir, unnusta Harðar Björgvins Magnússonar landsliðskappa hélt upp á afmælið sitt um helgina. Þau eignuðust nýlega sitt fyrsta barn og búa þær mæðgur tvær á Íslandi í augnablikinu en Hörður Björgvin spilar knattspyrnu með rússneska félaginu CSKA Moskva.

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr er ekki tilbúin til þess að kveðja sumarið.

View this post on Instagram

i don t want summer to end wearing @wagtail.is

A post shared by T A N J A Y R (@tanjayra) on

View this post on Instagram

night dip

A post shared by T A N J A Y R (@tanjayra) on

Leikstjórinn og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson nýtti góða veðrið um helgina til vinnu.

View this post on Instagram

Fun day at the office today

A post shared by Hannes Halldo rsson (@hanneshalldorsson) on

Dansarinn Ástrós naut sín í sólinni.

View this post on Instagram

Sunshiny day

A post shared by Astros Traustadottir (@aastros) on

Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir hélt upp á þrítugsafmælið í góðum hópi. Partýið ætlar hún samt að geyma þar til síðar. 

Vinkonurnar Birgitta Líf, Alexandra Helga og Pattra héldu áfram að skoða landið og skoðuðu meðal annars Siglufjörð, Akureyri, Hraunfossa, Geosea og gengu svo á Súlur um helgina. 

View this post on Instagram

Niceland

A post shared by Birgitta Li f Bjo rnsdo ttir (@birgittalif) on

View this post on Instagram

Vitamin sea

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on

View this post on Instagram

On top of mount Súlur - North of Iceland

A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on

View this post on Instagram

A post shared by Pattra S (@trendpattra) on

Vinirnir Sölvi Tryggvason og Helgi Jean Claessen gerðu sér lítið fyrir og gengu Fimmvörðuhálsinn og Laugaveginn á tveimur sólarhringum. Þeir voru mestan part ferðar berir að ofan, ef marka má færslur þeirra á Instagram, og höfðu lítinn búnað meðferðir. Víkingahjálm, andlitsgrímu og smá nesti. Gerðu þeir góðlátlegt grín að öðrum sem ganga þessar leiðir búnir eins og þeir séu á leiðinni á Everest, eins og þeir komust sjálfir að orði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.