Óhress með að vera kallaður „lítill einræðisherra“ og „blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:06 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm „Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vinstri græn Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
„Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vinstri græn Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira