Íslenski boltinn

Fjölnismenn sviknir um tíu stig í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölnismenn ættu að vera með mun fleri stig ef marka má frammistöðu þeirra í sumar. Hér er fyrirliðinn Hans Viktor Guðmundsson í leik á móti Stjörnunni.
Fjölnismenn ættu að vera með mun fleri stig ef marka má frammistöðu þeirra í sumar. Hér er fyrirliðinn Hans Viktor Guðmundsson í leik á móti Stjörnunni. Vísir/HAG

Botnlið Fjölnismanna er í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að uppskera ekki stig í samræmi við frammistöðuna inn á vellinum.

Fjölnisliðið situr á botni Pepsi Max deildar karla með aðeins þrjú stig. Frammistaða liðsins hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þann stigafjölda ef marka tölfræðiþjónustuna Wyscout.

Ef skoðaðar eru markalíkur í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals) þá kemur í ljós að Fjölnir hefur gert nóg inn á vellinum til að vera í sjöunda sæti en ekki því tólfta og síðasta.

Stjarnan, Fylkir, HK, KA og Grótta ættu öll að vera fyrir neðan Fjölni út frá þeim marktækifærum sem liðin hafa skapað í sínum leikjum.

Fjölnismenn ættu að vera búnir að skora 3,2 fleiri mörk og fá á sig 11,1 færri mörk. Það ætti síðan að leiða til þess að Fjölnir ætti að vera með 13,1 stig en ekki bara 3 stig.

Fjölnir fær Víking í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld en þetta eru einmitt þau tvö lið sem hafa verið svikinn um flest stig í deildinni í sumar.

Það er reyndar mikill munur á þeim því Víkingar ættu „bara“ að vera með 2,9 fleiri stig á móti 10,1 stigi sem Fjölnisliðið ætti að vera með í viðbót við þau þrjú sem liðið er með.

Stjörnumenn eru síðan á hinum endanum því þeir eru með 6,4 stigum ofaukið miðað við frammistöðu liðsins inn á vellinum samkvæmt úttekt Wyscout. Fylkir og FH hafa líka of mikið af stigum og sömu sögu má segja af toppliði Vals og liði HK.

Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála út frá markalíkum í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals).

Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með:

 • Lið með of fá stig miðað við frammistöðu
 • (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout)
 • Fjölnir -10,1
 • Víkingur R. -2,9
 • ÍA -1,7
 • Breiðablik -1,3
 • Grótta -0,9
 • KA -0,7
 • KR -0,2
 • Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu
 • (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout)
 • Stjarnan +6,4
 • Fylkir +4,9
 • FH +2,4
 • Valur +1,7
 • HK +1,0

Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50.

Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.