Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 18:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. Þórdís Kolbrún gerði sér glaðan dag með hópi vinkvenna sinna um helgina og birtu þær myndir af því á samfélagsmiðlum. Til að byrja með var Þórdís gagnrýnd vegna myndar sem birt var af þeim stöllum þar sem þær sátu þétt saman og viðhéldu ekki tveggja metra reglu eins og tilmæli segja til um. Þá var vakin athygli á því nú eftir helgi að ein úr hópnum, hún Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Icelandair Hotels, en þær vinkonur fóru þangað saman og sýndu frá því. Spurningar vöknuðu í kjölfarið um það hvort vinkonuhópurinn, og þá ráðherrann þar á meðal, hafi nokkuð greitt fyrir þjónustuna sem þær fengu á Icelandair Hotels en það brýtur í bága við siðareglur ráðherra að auglýsa fyrir fyrirtæki. „Ég hef fengið fyrirspurn um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum um síðustu helgi. Því er til að svar að ég greiddi uppsett verð og naut engra sérkjara,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook-síðu sinni. Þórdís segist hafa óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í þessu fælist brot á siðareglum ráðherra. Vegna viðskiptasamstarfs einnar í hópnum hafi honum boðist frír aðgangur að heilsulind Hilton Nordica og gisting á hótelinu. Hún hafi sjálf ekki gist og gerði hún hópnum ljóst að hún myndi borga allan sinn kostnað og gerði það. Í svari skrifstofu löggjafarmála kom eftirfarandi fram. „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ „Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. Þórdís Kolbrún gerði sér glaðan dag með hópi vinkvenna sinna um helgina og birtu þær myndir af því á samfélagsmiðlum. Til að byrja með var Þórdís gagnrýnd vegna myndar sem birt var af þeim stöllum þar sem þær sátu þétt saman og viðhéldu ekki tveggja metra reglu eins og tilmæli segja til um. Þá var vakin athygli á því nú eftir helgi að ein úr hópnum, hún Eva Laufey Kjaran, hafi auglýst fyrir Icelandair Hotels, en þær vinkonur fóru þangað saman og sýndu frá því. Spurningar vöknuðu í kjölfarið um það hvort vinkonuhópurinn, og þá ráðherrann þar á meðal, hafi nokkuð greitt fyrir þjónustuna sem þær fengu á Icelandair Hotels en það brýtur í bága við siðareglur ráðherra að auglýsa fyrir fyrirtæki. „Ég hef fengið fyrirspurn um það hvort og þá hvaða verð ég greiddi fyrir mat, drykk og aðgang að heitum pottum um síðustu helgi. Því er til að svar að ég greiddi uppsett verð og naut engra sérkjara,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Facebook-síðu sinni. Þórdís segist hafa óskað eftir því að skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu legði mat á hvort í þessu fælist brot á siðareglum ráðherra. Vegna viðskiptasamstarfs einnar í hópnum hafi honum boðist frír aðgangur að heilsulind Hilton Nordica og gisting á hótelinu. Hún hafi sjálf ekki gist og gerði hún hópnum ljóst að hún myndi borga allan sinn kostnað og gerði það. Í svari skrifstofu löggjafarmála kom eftirfarandi fram. „Eins og mál þetta er vaxið liggur ekkert fyrir sem bendir til þess að ráðherra hafi þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum umrætt sinn. Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ „Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa. Ég gerði það ekki, biðst afsökunar á því og mun læra af því,“ skrifar Þórdís Kolbrún.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58
Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. 18. ágúst 2020 11:57
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01