Lífið

Hinn einhverfi og blindi Kodi Lee slær aftur í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kodi Lee er magnaður ungur maður.
Kodi Lee er magnaður ungur maður.

Kodi Lee er einhverfur og blindur maður sem vann 14. þáttaröðina af America´s Got Talent á síðasta ári.

Hann mætti á dögunum aftur á skjáinn og þá í þættina America's Got Talent: The Champions þar sem aðeins sigurvegarar í raunveruleikaþáttunum taka þátt.

Þar flutti hann lagið Sign og the Times með Harry Styles og gerði það ótrúlega vel.

Kodi þykir einstakur og tjáir sig í gegnum tónlistina eins og sjá má hér að neðan en dómararnir gáfu honum standandi lófaklapp eftir flutninginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.