Lífið

Sóli Hólm frumsýnir nýja eftirhermu af Helga Björns á sumarhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mjög létt yfir hópnum í hádeginu í dag.
Mjög létt yfir hópnum í hádeginu í dag.

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson stendur fyrir Sumarhátíð í Háskólabíói þann 24. apríl næstkomandi eða daginn eftir sumardaginn fyrsta.

Þar koma fram Sóli Hólm, Salka Sól, Jón Jónsson og Reiðmenn Vindanna en blaðamaður Vísis hitti hópinn á hádegisfundi á Hótel Nordica í dag.

Og hafa þau öll fengið skopmynd af sér fyrir giggið. Salka var í skýjunum með sína mynd en Sólmundi þótti myndin af sér meira líkjast föður sínum.

„Þetta er eins og pabbi á Kanarí,“ sagði Sóli Hólm þegar hann skoðaði myndina af sér. Hann ætlar sér að herma eftir Helga Björns á hátíðinni.

„Ég er byrjaður að æfa mig og mun frumsýna eftirhermu af Helga Björns þetta kvöld. Hvort hún verði góð eða ekki get ég ekki lofað neinu um. Ég tek þessari áskorun en það fær enginn að sjá neitt fyrr en ég stíg á sviðið.“

Hér að neðan má sjá spjallið við þessa öflugu listamenn sem tóku lagið „Það er svo geggjað“ undir lokin en miðasala á tónleikana hófst í hádeginu í dag og það á tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×