Hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 15:30 Ísak er í stjórn FÁSES. Eurovision-aðdáendur ætla að fagna úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið næstkomandi á Iðnó þar sem félagar í FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub. Fram koma meðal annars KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk eins og segir í tilkynningu frá FÁSES. Á hverju ári er opnaður skemmtistaður í tengslum við Eurovision í borginni sem heldur keppnina sem kallast Euroclub. Þar geta eldheitir aðdáendur slett úr klaufunum undir valinkunnum Eurovision-lögum ásamt því að njóta lifandi flutnings margra keppenda. Fimm lög verða flutt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni en þá verður ákveðið hvaða lag við Íslendingar sendum í Eurovision 2020 í Rotterdam. „Við í FÁSES ákváðum að koma með stemminguna heim og æfa okkur í að halda Euroclub, því að þegar við Íslendingar vinnum þurfum við að skipuleggja slíkan klúbb hér í Reykjavík,” segir Ísak Pálmason stjórnarmaður í FÁSES. „Þar hafa aðdáendur keppninnar tækifæri til að skemmta sér ásamt keppendum við Eurovision-tónlist fram á rauða nótt.” Ísak segir að meðlimir FÁSES hafi haft samband við norska bandið KEiiNO og reynt að fá þau til landsins. „Þau voru mjög spennt og ætla að mæta með prógrammið sitt sem þau hafa verið að túra með um Evrópu síðan þau unnu símakosninguna í Eurovision 2019.” Vildu einnig íslenskar Eurovision-stjörnur Árlega leggja margir Eurovision-aðdáendur upp í ferðalög til að vera viðstaddir úrslit forkeppna um alla Evrópu og eru nokkrir erlendir aðdáendur væntanlegir til Íslands. „Okkur fannst nauðsynlegt að vera með íslenskar Eurovision-stjörnur líka svo við höfðum samband við Heru Björku og Regínu og þær voru meira en til í að koma fram. Svo erum við með leynigesti sem við ætlum ekki að kjafta frá til að halda smá spennu í þessu,” bætir Ísak við. Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sem er einn af plötusnúðunum sem spila á hverju ári á Euroclub, mætir á svæðið og spilar öll skemmtilegustu Eurovision danslögin. „Dj Ohrmester er einn af vinsælustu Eurovision plötusnúðum í heimi og spilar reglulega á Eurovision skemmtistöðum um alla Evrópu.” Júróklúbburinn opnar strax eftir úrslit Söngvakeppninnar laugardagskvöldið 29. febrúar á Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Miðasala fer fram á fases.is. Eurovision Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Eurovision-aðdáendur ætla að fagna úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið næstkomandi á Iðnó þar sem félagar í FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) hafa skipulagt eftirpartý í anda hins viðfræga Euroclub. Fram koma meðal annars KEiiNO, Hera Björk og Regína Ósk eins og segir í tilkynningu frá FÁSES. Á hverju ári er opnaður skemmtistaður í tengslum við Eurovision í borginni sem heldur keppnina sem kallast Euroclub. Þar geta eldheitir aðdáendur slett úr klaufunum undir valinkunnum Eurovision-lögum ásamt því að njóta lifandi flutnings margra keppenda. Fimm lög verða flutt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni en þá verður ákveðið hvaða lag við Íslendingar sendum í Eurovision 2020 í Rotterdam. „Við í FÁSES ákváðum að koma með stemminguna heim og æfa okkur í að halda Euroclub, því að þegar við Íslendingar vinnum þurfum við að skipuleggja slíkan klúbb hér í Reykjavík,” segir Ísak Pálmason stjórnarmaður í FÁSES. „Þar hafa aðdáendur keppninnar tækifæri til að skemmta sér ásamt keppendum við Eurovision-tónlist fram á rauða nótt.” Ísak segir að meðlimir FÁSES hafi haft samband við norska bandið KEiiNO og reynt að fá þau til landsins. „Þau voru mjög spennt og ætla að mæta með prógrammið sitt sem þau hafa verið að túra með um Evrópu síðan þau unnu símakosninguna í Eurovision 2019.” Vildu einnig íslenskar Eurovision-stjörnur Árlega leggja margir Eurovision-aðdáendur upp í ferðalög til að vera viðstaddir úrslit forkeppna um alla Evrópu og eru nokkrir erlendir aðdáendur væntanlegir til Íslands. „Okkur fannst nauðsynlegt að vera með íslenskar Eurovision-stjörnur líka svo við höfðum samband við Heru Björku og Regínu og þær voru meira en til í að koma fram. Svo erum við með leynigesti sem við ætlum ekki að kjafta frá til að halda smá spennu í þessu,” bætir Ísak við. Dj Ohrmeister frá Þýskalandi, sem er einn af plötusnúðunum sem spila á hverju ári á Euroclub, mætir á svæðið og spilar öll skemmtilegustu Eurovision danslögin. „Dj Ohrmester er einn af vinsælustu Eurovision plötusnúðum í heimi og spilar reglulega á Eurovision skemmtistöðum um alla Evrópu.” Júróklúbburinn opnar strax eftir úrslit Söngvakeppninnar laugardagskvöldið 29. febrúar á Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Miðasala fer fram á fases.is.
Eurovision Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira