Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 13:18 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. Vísir/Sigurjón Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir borgarinnar og Eflingar á fund klukkan hálf þrjú í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að markmið fundarins sé að fá úr því skorið hvort borginni sé alvara með það sem hann kallar „kastljóstilboð borgarstjóra.“ Síðast var fundað í deilunni fyrir viku en sá fundur reyndist árangurslaus. Í upphafi vikunnar sendi Efling frá sér yfirlýsingu um að orðræða borgarstjóra í Kastljósviðtali eftir samningafundinn gæfi til kynna að borgin væri tilbúin að koma betur til móts við kröfur Eflingar. Það væri á þeim forsendum sem Efling væri til í að setjast að samningaborðinu. Viðar var spurður hvaða væntingar hann hefði til fundarins. „Við förum inn á þennan fund með mjög skýrt markmið og það er að fá úr því skorið hvort það sé að marka opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi þar sem því var gefið undir fótinn og hreinlega fullyrt að verið væri að gera í raun og veru ágætis tilboð til okkar félagsmanna og til reyndar þá mun stærri hóps en okkur var kynnt á síðasta samningafundi. Þetta er aðalmarkmið fundarins að fá úr því skorið hvort alvara sé og meining sé á bakvið þetta sem við köllum nú hér „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“. Það er að segja að þetta tilboð ætti að ná til svo að segja alls þess hóps sem er undir í viðræðunum eða hvort það eigi bara að vera til örfárra handvalinna starfsheita eins og var kynnt fyrir okkur á samningafundinum. Ég tel að trúverðugleiki Reykjavíkurborgar í þessum samningaviðræðum hreinlega geti staðið og fallið með því hvernig hún mun svara okkur á þessum samningafundi í dag. Aðspurður hvort borgin hefði tekið starfsfólk á leikskólum út fyrir sviga segir Viðar. „Tilboðið sem okkur var kynnt í herberginu tók til tveggja starfsheita á leikskólum og tveggja starfsheita á öðrum sviðum, samanlagt einungis brot af þeim hópi sem við erum hér að semja fyrir. Yfirlýsingar borgarstjóra og yfirlýsingar borgarinnar sjálfrar á heimasíðu hennar gefa allt annað til kynna, að þarna sé um að ræða tilboð sem eigi að ná að minnsta kosti til allra leikskólastarfsmanna ef ekki hreinlega í einhverri mynd til alls hópsins og það er þetta sem þarf að skýrast hér í dag. Trúverðugleiki borgarinnar er í húfi.“ Efling býður til samstöðu- og baráttufundar í dag en fundurinn hófst klukkan eitt og fer fram í Iðnó. „Við hlökkum gríðarlega til að hittast enn og aftur með okkar fólki í Iðnó og styrkja raðirnar og samstöðuna. Það er mikill andi og samstaða og góður meðbyr að fara svo á samningafund af slíkum fundi“. Viðar var spurður hvernig hljóðið væri í félagsfólki Eflingar og væntingar til samningaviðræðna segir Viðar. „Ég kem aftur að þessu með yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi að auðvitað er fólk mjög áfram um að sjá árangur í þessum viðræðum og ég held að yfirlýsingar borgarinnar gefi væntingar um það að við gætum hér verið að ná jafnvel tímamóta augnabliki í þessum viðræðum. Það er bara mjög mikil spenna og eftirvænting að sjá hvort svo sé. Að sama skapi held ég að fari það svo að svo sé ekki og að í dag fáum við að heyra að þetta tilboð hafi nú verið með alls konar smáu letri hingað og þangað þá auðvitað mun fólk verða mjög tilbúið að hlaupa aftur í sinn baráttugír eins og verið hefur. Fólk er mjög tilbúið að halda aðgerðum áfram og mikill hugur er í fólki að innheimta fyrirheit borgarinnar um það að gera leiðréttingu á kjörum kvennastétta eins og borgarstjórnarmeirihlutinn lofaði sjálfur árið 2018.“Efling fékk Maskínu til að gera skoðunarkönnun um verkfallsaðgerðir Eflingar og stuðning við þær. Niðurstöðurnar má sjá að neðan. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir borgarinnar og Eflingar á fund klukkan hálf þrjú í dag. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að markmið fundarins sé að fá úr því skorið hvort borginni sé alvara með það sem hann kallar „kastljóstilboð borgarstjóra.“ Síðast var fundað í deilunni fyrir viku en sá fundur reyndist árangurslaus. Í upphafi vikunnar sendi Efling frá sér yfirlýsingu um að orðræða borgarstjóra í Kastljósviðtali eftir samningafundinn gæfi til kynna að borgin væri tilbúin að koma betur til móts við kröfur Eflingar. Það væri á þeim forsendum sem Efling væri til í að setjast að samningaborðinu. Viðar var spurður hvaða væntingar hann hefði til fundarins. „Við förum inn á þennan fund með mjög skýrt markmið og það er að fá úr því skorið hvort það sé að marka opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi þar sem því var gefið undir fótinn og hreinlega fullyrt að verið væri að gera í raun og veru ágætis tilboð til okkar félagsmanna og til reyndar þá mun stærri hóps en okkur var kynnt á síðasta samningafundi. Þetta er aðalmarkmið fundarins að fá úr því skorið hvort alvara sé og meining sé á bakvið þetta sem við köllum nú hér „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“. Það er að segja að þetta tilboð ætti að ná til svo að segja alls þess hóps sem er undir í viðræðunum eða hvort það eigi bara að vera til örfárra handvalinna starfsheita eins og var kynnt fyrir okkur á samningafundinum. Ég tel að trúverðugleiki Reykjavíkurborgar í þessum samningaviðræðum hreinlega geti staðið og fallið með því hvernig hún mun svara okkur á þessum samningafundi í dag. Aðspurður hvort borgin hefði tekið starfsfólk á leikskólum út fyrir sviga segir Viðar. „Tilboðið sem okkur var kynnt í herberginu tók til tveggja starfsheita á leikskólum og tveggja starfsheita á öðrum sviðum, samanlagt einungis brot af þeim hópi sem við erum hér að semja fyrir. Yfirlýsingar borgarstjóra og yfirlýsingar borgarinnar sjálfrar á heimasíðu hennar gefa allt annað til kynna, að þarna sé um að ræða tilboð sem eigi að ná að minnsta kosti til allra leikskólastarfsmanna ef ekki hreinlega í einhverri mynd til alls hópsins og það er þetta sem þarf að skýrast hér í dag. Trúverðugleiki borgarinnar er í húfi.“ Efling býður til samstöðu- og baráttufundar í dag en fundurinn hófst klukkan eitt og fer fram í Iðnó. „Við hlökkum gríðarlega til að hittast enn og aftur með okkar fólki í Iðnó og styrkja raðirnar og samstöðuna. Það er mikill andi og samstaða og góður meðbyr að fara svo á samningafund af slíkum fundi“. Viðar var spurður hvernig hljóðið væri í félagsfólki Eflingar og væntingar til samningaviðræðna segir Viðar. „Ég kem aftur að þessu með yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi að auðvitað er fólk mjög áfram um að sjá árangur í þessum viðræðum og ég held að yfirlýsingar borgarinnar gefi væntingar um það að við gætum hér verið að ná jafnvel tímamóta augnabliki í þessum viðræðum. Það er bara mjög mikil spenna og eftirvænting að sjá hvort svo sé. Að sama skapi held ég að fari það svo að svo sé ekki og að í dag fáum við að heyra að þetta tilboð hafi nú verið með alls konar smáu letri hingað og þangað þá auðvitað mun fólk verða mjög tilbúið að hlaupa aftur í sinn baráttugír eins og verið hefur. Fólk er mjög tilbúið að halda aðgerðum áfram og mikill hugur er í fólki að innheimta fyrirheit borgarinnar um það að gera leiðréttingu á kjörum kvennastétta eins og borgarstjórnarmeirihlutinn lofaði sjálfur árið 2018.“Efling fékk Maskínu til að gera skoðunarkönnun um verkfallsaðgerðir Eflingar og stuðning við þær. Niðurstöðurnar má sjá að neðan.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30