Lífið

Kveikti í netinu og endaði á sviðinu hjá Ellen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Charlotte Awbery tók lagið hjá Ellen.
Charlotte Awbery tók lagið hjá Ellen.

Charlotte Awbery var óvænt beðin um að halda áfram með lagið Shallow þegar hún var að ferðast með neðanjarðarlestakerfinu í London á dögunum og fór myndband af henni eins og eldur í sinu um netheima í kjölfarið.

Margar milljónir hafa séð myndbandið og hún er orðin það þekkt að Ellen fékk hana í spjallþátt sinn á dögunum.

Ellen fékk hana til að taka lagið í þætti sínum og sló hún einnig rækilega í gegn hjá spjallþáttadrottningunni eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.