Lífið

Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glæsileg lítið einbýli í miðborginni.
Glæsileg lítið einbýli í miðborginni. myndi/fasteignaljósmyndun.is

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar.

Um er að ræða tvílyft bárujárnsklætt timburhús á steinkjallara. DV greindi fyrst frá.

Húsið var byggt árið 1903 en fasteignamat eignarinnar er tæplega fimmtíu milljónir og er ásett verð 52,9 milljónir.

Í húsinu er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir af húsinu.

Fallega grænt hús.
Opið er á milli stofu og eldhússins.
Skemmtilegt baðherbergi.
Fallegur pallur fyrir utan eignina en undir honum er góð geymsla.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.