Lífið

Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glæsileg lítið einbýli í miðborginni.
Glæsileg lítið einbýli í miðborginni. myndi/fasteignaljósmyndun.is

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar.

Um er að ræða tvílyft bárujárnsklætt timburhús á steinkjallara. DV greindi fyrst frá.

Húsið var byggt árið 1903 en fasteignamat eignarinnar er tæplega fimmtíu milljónir og er ásett verð 52,9 milljónir.

Í húsinu er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi en hér að neðan má sjá myndir af húsinu.

Fallega grænt hús.
Opið er á milli stofu og eldhússins.
Skemmtilegt baðherbergi.
Fallegur pallur fyrir utan eignina en undir honum er góð geymsla.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.