Innlent

Nýr Borgarleikhússtjóri ráðinn á næstu dögum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Borgarleikhúsið fær nýjan skipstjóra innan skamms.
Borgarleikhúsið fær nýjan skipstjóra innan skamms. vísir/Hanna

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur orðið við ósk Krístinar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra um að hún fái að ljúka störfum fyrr en áætlað var. Gengið verður frá ráðningu nýs leikhústjóra á næstu dögum.

Vísir greindi frá því í dag að Kristín hafi óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka.

Í tilkynningu frá leikfélaginu segir að Kristín muni ljúka störfum þegar nýr leikhússtjóri hafi verið ráðinn og settur inn í starfið.

Kristín hefur starfað sem leikhússtjóri frá árinu 2014 og fyrir liggur að síðara starfstímabil hennar hefði runnið út á næsta ári. Kristín sagði ástæðurnar fyrir ákvörðun sinni tvær. Annars vegar langi hana að búa til meira andrými og frelsi í lífi sínu og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hins vegar standi hún frammi fyrir einstöku tækifæri til að leikstýra kvikmynd, eitthvað sem hana hafi alltaf dreymt um. Þróun verkefnisins sé á byrjunarstigi en verður greint frá nánar á næstu dögum.

Stjórn LR auglýsti þamm 16. janúar stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins lausa til umsóknar og var gert ráð fyrir að nýr leikhússtjóri hæfi störf í byrjun næsta árs við að undirbúa leikárið 2021 til 2022.

Umsóknarfrestur rann út þamm 30. janúar og bárust alls sjö umsóknir sem stjórnin hefur farið yfir á síðustu dögum að því er segir í tilkynningunni.

„Ljóst er að breyttar aðstæður núna hafa áhrif á það ráðningarferli og mun stjórn LR ganga frá ráðningu nýs leikhússtjóra á næstu dögum,“ segir í tilkynningunnni þar sem Kristínu er einnig þakkað farsælt samstarf undanfari n sex ár og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.


Tengdar fréttir

Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×