Innlent

Bein útsending: Óveðursfréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk hefur verið við störf á suðvesturhorninu frá því snemma í morgun.
Björgunarsveitarfólk hefur verið við störf á suðvesturhorninu frá því snemma í morgun. Vísir/Vilhelm

Söguleg rauð viðvörun var gefin út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi í gær. Höfuðborgina má kalla draugaborg þar sem flestir halda sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir.

Maður slasaðist þegar hann varð fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði. Eyjamenn muna varla eftir öðru eins veðri. Þakplötur fjúka ofan af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttamenn hafa verið á ferðinni í morgun og fylgst með björgunarsveitarfólki við störf, fylgst með samgöngu og rætt við björgunarsveitarfólk.

Við verðum í beinni útsendingu í aukafréttatíma í hádeginu klukkan tólf sem sjá má á Stöð 2 og Vísi en sömuleiðis hlusta á á Bylgjunni.

Klippa: Hádegisfréttir vegna óveðurs
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.