Innlent

Bein útsending: Óveðursfréttatími í hádeginu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björgunarsveitarfólk hefur verið við störf á suðvesturhorninu frá því snemma í morgun.
Björgunarsveitarfólk hefur verið við störf á suðvesturhorninu frá því snemma í morgun. Vísir/Vilhelm

Söguleg rauð viðvörun var gefin út vegna óveðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi í gær. Höfuðborgina má kalla draugaborg þar sem flestir halda sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir.

Maður slasaðist þegar hann varð fyrir fjúkandi þakplötu í Hvalfirði. Eyjamenn muna varla eftir öðru eins veðri. Þakplötur fjúka ofan af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttamenn hafa verið á ferðinni í morgun og fylgst með björgunarsveitarfólki við störf, fylgst með samgöngu og rætt við björgunarsveitarfólk.

Við verðum í beinni útsendingu í aukafréttatíma í hádeginu klukkan tólf sem sjá má á Stöð 2 og Vísi en sömuleiðis hlusta á á Bylgjunni.

Klippa: Hádegisfréttir vegna óveðursAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.