Lífið

Justin Bieber heitir því að vernda Billie Eilish

Sylvía Hall skrifar
Bieber vill greinilega ekki sjá Eilish fara sömu leið og hann sjálfur.
Bieber vill greinilega ekki sjá Eilish fara sömu leið og hann sjálfur. Skjáskot/Getty

Justin Bieber segist vera til staðar fyrir Billie Eilish ef hún þarf á því að halda. Eilish, sem er aðeins átján ára gömul, er ein stærsta stjarna tónlistarheimsins um þessar mundir og var mjög ung þegar hún komst í sviðsljósið líkt og Bieber.

„Leyfum henni að gera sitt og ef hún þarf einhvern tímann á mér að halda, þá verð ég til staðar fyrir hana,“ sagði Bieber í samtali við Zane Lowe. Hann segir fólk oft taka því sem sjálfsögðum hlut að eiga tilkall til frægra og áreitið væri mikið. Það var greinilegt að Bieber talaði frá hjartanu þar sem hann brotnaði niður í samtalinu.

„Ég vil bara vernda hana. Ég vil ekki að hún missi það. Ég vil ekki að hún fari í gegnum það sem ég fór í gegnum. Ég óska engum því. Ef hún þarf einhvern tímann á mér að halda er ég einu símtali í burtu.“

Bieber var aðeins þrettán ára gamall þegar hann skaust upp á stjörnuhimininn og þekkir því vel að vera í sviðsljósinu. Sjálfur hefur hann talað um neikvæðar hliðar þess, til að mynda skemmtanalíf og eiturlyfjaneyslu.

Eilish birti brot úr viðtalinu á Instagram-síðu sinni þar sem hún lét fylgja myndir af sjálfri sér og herbergi sínu fyrir nokkrum árum síðan. Það er greinilegt að hún var einn stærsti aðdáandi söngvarans á sínum tíma. Við færsluna skrifar söngvarinn: „Elska þig !!!“.

 
 
 
View this post on Instagram

stream changes

A post shared by BILLIE EILISH (@billieeilish) on Feb 14, 2020 at 12:28pm PST

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.