Lífið

Steindi leigði sömu jakkaföt og Bill Cosby

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anna Svava gat ekki hætt að hlægja af Steinda þegar hann mátaði jakkafötin.
Anna Svava gat ekki hætt að hlægja af Steinda þegar hann mátaði jakkafötin.

Steinþór Hróar Steinþórsson fór af stað með nýja þætti á Stöð 2 á föstudagskvöldið og bera þeir nafnið Steindacon. Um er að ræða sex þætti þar sem hann fer með sex mismunandi gestum á hátíðir og ráðstefnur víða um heim.

Steindi fór með Önnu Svövu á BronyCon sem er My Little Pony ráðstefna fyrir fullorðna og var sýnt frá þeirri ferð í fyrsta þættinum.

Þar fylgdust þau meðal annars með sérstöku brúðkaupi á ráðstefnunni og skellti sér á galakvöld. Í tilefni af því þurftu þau að leigja sér smekklegan klæðnað og leigðu Steindi sér jakkaföt en Bill Cosby hafði áður mætt í sömu leigu og fengið sér nákvæmlega þessi jakkaföt. Anna Svava fékk sér einstaklega smekklegan ljósbláan kjól.

Einnig mun hann skella sér á Drekahátíð með Hugleiki Dagssyni sem er ein stærsta larphátíð heims.

Svo fer hann á heimsmeistaramótið í luftgítar í Finnlandi með móður sinni. Einnig skellti Steindi sér á geimveruráðstefnu með Bergi Ebba og reyndu þeir að komast alla leið að area 51 í Bandaríkjunum.

Dóri DNA fékk að fara með honum til Ástralíu á Redneck leika og kassabílarallý. Svo að lokum fer Steindi með kærustunni sinni Sigrúnu á FetishCon.

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.

Klippa: Fylgdust með brúðkaupi á BronyConFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.