Lífið

Kostuleg mistök Jennifer Aniston við tökur á Friends

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aniston lék Rachel í áratug.
Aniston lék Rachel í áratug.

Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel.

Leikkonan Jennifer Aniston fór með hlutverk Rachel Green í þáttunum og varð hún í kjölfarið ein stærsta stjarna heims.

Á YouTube-síðunni Friends MemesPh er búið að taka saman rúmlega tíu mínútna langt myndband þar sem farið er yfir mistök Aniston við tökur á þáttunum yfir þessi tíu ár þegar Friends voru í framleiðslu.

Útkoman heldur betur góð eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.