De Bru­yne aðal­maðurinn er City minnkaði for­skot Liver­pool í 22 stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Bruyne og félagar fagna í kvöld.
De Bruyne og félagar fagna í kvöld. vísir/getty

Englandsmeistarar Manchester City unnu nokkuð þægilegan 2-0 sigur á West Ham í frestuðum leik í 26. umferð enska boltans í kvöld.

City fékk mörg tækifæri í upphafi leiks til að komast yfir en staðan var þó markalaus þangað til á 30. mínútu er Rodri skoraði eftir hornspyrnu Kevin De Bruyne.

Belginn skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Bernardo Silva og lokatölur nokkuð þægilegur 2-0 sigur Englandsmeistaranna.
Þeir eru nú með 54 stig í 2. sætinu. Þeir eru þó 22 stigum á eftir toppliði Liverpool.

David Moyes og lærisveinar í West Ham eru í 18. sætinu, stigi frá öruggu sæti í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.