De Bru­yne aðal­maðurinn er City minnkaði for­skot Liver­pool í 22 stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Bruyne og félagar fagna í kvöld.
De Bruyne og félagar fagna í kvöld. vísir/getty

Englandsmeistarar Manchester City unnu nokkuð þægilegan 2-0 sigur á West Ham í frestuðum leik í 26. umferð enska boltans í kvöld.

City fékk mörg tækifæri í upphafi leiks til að komast yfir en staðan var þó markalaus þangað til á 30. mínútu er Rodri skoraði eftir hornspyrnu Kevin De Bruyne.

Belginn skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Bernardo Silva og lokatölur nokkuð þægilegur 2-0 sigur Englandsmeistaranna.







Þeir eru nú með 54 stig í 2. sætinu. Þeir eru þó 22 stigum á eftir toppliði Liverpool.

David Moyes og lærisveinar í West Ham eru í 18. sætinu, stigi frá öruggu sæti í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira