Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 12:47 Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira