Lífið

Mun segja „þú ert nóg“ þar til ég dey

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alda Karen er mætt aftur og heldur fyrirlestur í Hörpunni í febrúar.
Alda Karen er mætt aftur og heldur fyrirlestur í Hörpunni í febrúar. vísir/vilhelm

Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín hefur vekið mikla athygli fyrir fyrirlestra sína undanfarin ár og þá aðallega fyrir fyrirlestraröðina Life Masterclass. Hún er gestur vikunnar í Einkalífinu en á næstunni stendur hún fyrir Life Masterclass 3 í Hörpunni.

Fyrirlestur Öldu Karenar í Laugardalshöllinni vakti mikla athygli á síðasta ári því í aðdraganda hans sagðist Alda Karen hafa komist að því að fjöldi sjálfsvíga á Íslandi hefði verið mikill árið 2018 og kom hún inn á það í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2.

„Alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið,“ sagði Alda Karen sem sagði í kjölfarið að lausnin við þessum vanda væri einfaldur. Þeir sem væru haldnir slíkum hugsunum ættu einfaldlega að segja við sjálfa sig: „Þú ert nóg.“

Fjöldi sérfræðinga steig fram og gagnrýndi þessi orð Öldu Karenar. Þar á meðal Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur sem ræddi málið ásamt Öldu Karen í Kastljósi í aðdraganda fyrirlestursins.

Alda segist vera ánægð að hafa fengið gagnrýni þó að hún telji hana hafi verið ósanngjörn að sumu leyti.

„Ég var mjög stolt af því að fá hlutverk í þessari umræðu þó svo að ég hafi viljað vera í mjög mörgum öðrum hlutverkum,“ segir Alda en hún skilgreinir ávallt hvernig gagnrýni hún fær og reynir síðan að taka til sín það sem hún vill og telur að sé nauðsynlegt.

„Gangrýnin eftir Ísland í dag um að ég hefði illa að máli komist var ég sammála og ég hefði geta orðað þetta miklu betur enda ekki búin að vera mikið í sjónvarpi. Annað tók ég ekki til mín. Ég má tala um hlutina og ég er aldrei að leggja neinum lífsreglurnar.“

Hún segist alltaf vilja vera samkvæm sjálfri sér.

„Það finnst mér hundrað prósent mikilvægt og ég mun segja þú ert nóg þar til ég dey.“

Í þættinum hér að ofan ræðir hún einnig um óhamingju og hvernig hún sneri við lífinu, um lífið í New York, um hvernig hún vakti fyrst athygli fyrir fyrirlestra sína, um áföll sem hún varð að takast á við og margt fleira.


Tengdar fréttir

„Ástarsorg er viðbjóður“

Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum.

Segir fósturmissinn hafa verið rosalega mikinn skell

Eva Ruza Miljevic er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún er án efa ein hressasta og skemmtilega kona landsins. Hún hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og starfar í dag sem blómasali, veislustjóri og kynnir og er að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni og hafa þau verið saman í um tuttugu ár.

Lygilegar bransasögur með Steinda

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. Steindi er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Skilnaðurinn styrkti sambandið

Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu.

„Við vorum eins og systur“

„Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á þessu ennþá,“ segir athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku.

Það var kominn tími á nýjan kafla í mínu lífi

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×