Viðar fyrir samningafundinn: „Boltinn er svolítið hjá borginni“ Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 07:50 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist vera jákvæður fyrir fundinn og reiðubúinn að hlusta. vísir/vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í borginni í hádeginu á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að samninganefnd Eflingar fari jákvæð inn á fundinn og vera reiðubúna hlusta. „Boltinn er svolítið hjá borginni eins og staðan er núna.“ Hann segir ekki mjög líklegt að samningar muni nást í dag en að samninganefndin bindi vonir við að samninganefnd borgarinnar „komi með einhvern viðræðugrundvöll“. Sjái Eflingarfólk það verði það svo skoðað í kjölfarið hvort gripið verði til þess að fresta verkfallsaðgerðum. Hann á þó von á fremur stuttum fundi. Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi. Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í borginni í hádeginu á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að samninganefnd Eflingar fari jákvæð inn á fundinn og vera reiðubúna hlusta. „Boltinn er svolítið hjá borginni eins og staðan er núna.“ Hann segir ekki mjög líklegt að samningar muni nást í dag en að samninganefndin bindi vonir við að samninganefnd borgarinnar „komi með einhvern viðræðugrundvöll“. Sjái Eflingarfólk það verði það svo skoðað í kjölfarið hvort gripið verði til þess að fresta verkfallsaðgerðum. Hann á þó von á fremur stuttum fundi. Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi. Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50