Enski boltinn

Fögnuðu fyrir framan The Kop eftir magnaðan sigur | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Drengirnir fagna í kvöld.
Drengirnir fagna í kvöld. vísir/getty

Ungt lið Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Shrewsbury og tryggði liðinu þar af leiðandi sæti í 16-liða úrslitum enska bikarsins.



Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gaf eins og kunnugt er öllum aðalliðsleikmönnum Liverpool frí í kvöld sem og sjálfum sér þannig að það var ungt lið Liverpool sem mætti til leiks í kvöld.

Fyrsta og eina mark leiksins var sjálfsmark  Ro-Shaun Williams, varnarmanns Shrewsbury, er stundarfjórðungur var eftir og lokatölur 1-0 sigur Liverpool.

Það var ljóst að þetta var risa stór stund fyrir ungu drengina sem og þjálfarateymið. Þeir fögnuðu vel og innilega eftir leikinn með stuðningsmönnunum sem fylltu völlinn í kvöld.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×