Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Mælst er til þess að Íslendingar sem ferðast hafi til Kína fari í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Það þurfa Kínverskir ferðamenn hins vegar ekki að gera. Vísir/Vilhelm Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30