Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Mælst er til þess að Íslendingar sem ferðast hafi til Kína fari í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Það þurfa Kínverskir ferðamenn hins vegar ekki að gera. Vísir/Vilhelm Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30