Innlent

Voru föst í Kerlingar­fjöllum í fjóra daga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglunni á Suðurlandi þótti réttast að óska eftir aðstoð þyrlunnar vegna veikinda hjá einum ferðamanninum.
Lögreglunni á Suðurlandi þótti réttast að óska eftir aðstoð þyrlunnar vegna veikinda hjá einum ferðamanninum. vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag vegna fjögurra ferðamanna sem urðu innlyksa í Kerlingarfjöllum ásamt tveimur íslenskum leiðsögumönnum.

Vegna krapa og leysinga var alveg ófært á svæðinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði fólkið verið fast í Kerlingarfjöllum í fjóra daga.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að einn ferðamannanna, sem voru frá Hollandi og Belgíu, hafi veikst lítillega.

Ekki hafi farið illa um fólkið í skálanum þar sem þau dvöldu í Kerlingarfjöllum en vegna veikindanna hafi þótt réttast að senda þyrlu af stað eftir hópnum. Flaug þyrlan með fólkið til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×