Blaðamaður Jyllands-Posten lærir íslensku með því að hlusta á FM95BLÖ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Berit leit við í hljóðveri FM957 í morgun. vísir/vilhelm „Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ. FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
„Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ.
FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira