Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2020 18:45 Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“ Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira