Lífið

Óþægilegur heimur Jóns Viðars ekki svo óþægilegur eftir allt saman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Viðar og Marta gerðu vel í síðasta þætti.
Jón Viðar og Marta gerðu vel í síðasta þætti.

Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og það í skemmtiþættinum Allir geta dansað.

Parið dansaði við lagið Rasputin með Boney M og gekk mjög vel hjá þeim. Allir dómarar gáfu þeim 9 í einkunn en Jón sagði fyrir atriðið að hann tengdi ekkert við diskó, og það væri hreinlega einn óþægilegur heimur.

„Glæsileg frammistað. Þau fórst inn í búrið og sigraði. Haldið var miklu betra en síðast. Rosalega vel gert. CBMG, ég sá það! Gríðarvel gert takk,“ sagði Jóhann.

„Oft erfitt að tímasetja sporin. Þú veist hvar þunginn á að vera og vel unninn tangó. Mjög vel dansað og vel gert,“ sagði Karen.

„Jón Viðar þú ert sá keppandi sem kemur mér mest á óvart í hverri viku. Masteraðir þennan tangó, þetta var þín lang besta frammistaða. Ég fékk gæsahúð á báða olnbogana. Glæsilegt,“ sagði Selma.

Hér að neðan má sjá atriðið sjálft.

Klippa: Jón Viðar og Marta Carrasco dönsuðu Tangó


Tengdar fréttir

Manuela og Jón unnu danseinvígið með þessum dansi

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir voru send heim eftir danseinvígi í Allir geta dansað nú í kvöld. Eyfi og Telma og Manuela og Jón Eyþór voru í tveimur neðstu sætunum eftir að símakosningu lauk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.