Lífið

Haffi fékk sjö handskrifaðar blaðsíður af danssporum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haffi Haff og Sophie að gera góða hluti í Allir geta dansað.
Haffi Haff og Sophie að gera góða hluti í Allir geta dansað.

Haffi og Sophie dönsuðu Jive við lagið Knock On Wood með Amii Stewart síðastliðið föstudagskvöld í Allir geta dansað á Stöð 2. Næsta þáttur verður núna á föstudaginn og þeir sem halda áfram eftir þann þátt eru komin í undanúrslit.

Dansinn gekk heldur betur vel og voru dómarar ánægðir.

„Þetta var mjög skemmtilegt atriði. Þið vinnið vel saman, flott vinna með lyfturnar og fjölbreytt. Í Jive þarf að passa ýmiss atriði sem Karen er að nefna og er smámunasöm sagði hún. Annars mjög flott,“ sagði Karen.

„Létt, líflegt og skemmtilegt. Vantaði smá swing í þetta. Lyfturnar og allt var rosalega skemmtilegt. Þið eruð all in,“ sagði Jóhann.

„Kraftmiðið og flott! Það var smá taktrugl og svona en engu að síður var þetta flottasti Jive sem hefur sést hér. Gef auka stig fyrir lyfturnar,“ sagði Selma en allir dómarar gáfu þeim 9 í einkunn.


Tengdar fréttir

Manuela og Jón unnu danseinvígið með þessum dansi

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir voru send heim eftir danseinvígi í Allir geta dansað nú í kvöld. Eyfi og Telma og Manuela og Jón Eyþór voru í tveimur neðstu sætunum eftir að símakosningu lauk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.