Lífið

Þetta gera þau sem leigja draumabýlin á Tröllaskaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það fer nú ekki illa um gesti á Deplum.
Það fer nú ekki illa um gesti á Deplum.

Bræðurnir John og Eric Jackson fóru á dögunum í skemmtiferð á vegum Depla, eða Eleven Experiences. Þar gengu þeir fjöll, fóru í þyrluferð, veiddu, fóru í hvalaskoðun og margt fleira og var sýnt frá því í myndbandi á YouTube.

Deplar eru fínasta býlið á Tröllaskaga en sveitasetrið er einn allra fallegasti staður landsins og kostar nóttin þar um 220.000 krónur. Fyrir nokkra daga dvöl, þar sem innifalinn er viss þyrlutími auk fullrar þjónustu á setrinu, greiða gestir vel á aðra milljón króna.

Deplar Farm er í Fljótum í Skagafirði og opnaði formlega árið 2016. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi. Mest aðsókn er á vorin þegar fjöllin eru full af snjó. Er þá flogið upp í fjöll í þyrlum og skíðað niður í púðursnjó. Þá sækir laxveiðifólk einnig í þjónustu Depla sem á veiðiréttindi í mikilsmetnum laxveiðiám á svæðinu.

Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience starfrækir hótelið, en fyrirtækið rekur meðal annars lúxus-gististaði í frönsku Ölpunum, Patagóníu í Síle og í Klettafjöllunum í Colorado í Bandaríkjunum. Þetta er pakkinn sem er verið að bjóða ríku útlendingunum sem leigja Depla (Jurgen Klopp var þarna fyrir tveimur árum).

Myndbandið er gert af Black Diamond, sem er þekkt, bandarískt útivistarmerki. Bræðurnir John og Eric Jackson eru atvinnumenn á snjóbrettum og Eleven Experiences bauð þeim til landsins til að gera myndbandið.


Tengdar fréttir

Vankaður smyrill gisti á lúxushóteli í viku

Staðarhaldarar Deplar Farm í Skagafirði hlúðu að slösuðum smyrli í tæpa viku eftir að hann flaug á glugga í hótelinu. Matardagbók fuglsins breyttist lítið í bataferlinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×