Lífið

Breytir formlega um nafn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Love nafnið loksins orðið formlegt.
Love nafnið loksins orðið formlegt. Visir/getty

Rapparinn Sean John Combs hefur í gegnum tíðina gengið undir nöfnunum Puff Daddy, Puffy, P. Diddy, Diddy. Hann breytir reglulega um nöfn og hefur gert það í gegnum árin.

Nú hefur hann formlega breytt um nafn og heitir hann í dag Sean Love Combs samkvæmt laganna bókstaf. Þetta gerði hann í nóvember á síðasta ári eins og ET greinir frá.

Í nóvember greindi þessi skrautlegi karakter frá því á Twitter að hann hefði ákveðið að breyta til og er byrjaður að kalla sig Love, eða Brother Love.

Síðar gaf hann út að hann væri að grínast. Nú heitir hann aftur á móti Love.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.