Chelsea áfram í bikarnum eftir tæpan sigur gegn Hull City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tomori skorar seinna mark Chelsea í dag.
Tomori skorar seinna mark Chelsea í dag.

Chelsea marði B-deilarlið Hull City á útivelli í 4. umferð FA bikarsins í dag. Lokatölur 2-1 og Chelsea því í pottinum er dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar eftir helgi.Það stefndi í auðveldan sigur Chelsea þegar Michy Matshuay kom gestunum yfir strax á 6. mínútu leiksins með skoti sem fór af varnarmanni Hull og í netið. Algjörlega óverjandi fyrir George Long í marki heimamanna.Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleiknum og staðan því enn 1-0 Chelsea í vil þegar flautað var til hálfleiks á KCOM vellinum.Eftir tæplega 20 mínútna leik í síðari hálfleik fékk Chelsea dæmda aukaspyrna utarlega hægra megin á vallarhelmingi Hull. Ross Barkley gaf fyrir á fjærsvæðið þar sem Fikayo Tomari skoraði með fínum skalla. Tomari var einn og óvaldur á fjærstöngunni, því má setja stórt spurningamerki við varnarvinnu Hull í markinu.Þegar 12 mínútur voru til leiksloka fengu heimamenn svo aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Kamil Grosicki tók spyrnuna beint í varnarvegg Chelsea en sem betur fer stökk Mateo Kovačić til hliðar og boltinn fór af honum og í netið. 

Hull reyndu hvað þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki en það gekki ekki. 2-1 sigur Chelsea staðreynd og Frank Lampard því kominn með sitt lið í 16-liða úrslit FA bikarsins.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.