Lífið

Buttigieg: Sigur Rós ætti síðasta lagið

Atli Ísleifsson skrifar
Pete Buttigieg var bæjarstjóri South Bend á árunum 2012 til 2020.
Pete Buttigieg var bæjarstjóri South Bend á árunum 2012 til 2020. Getty

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Pete Buttigieg virðist vera mikill aðdáandi íslensku sveitarinnar Sigur Rósar ef marka má svar hans við spurningu fundarstjóra á kosningafundi hans í Suður-Karólínu fyrr í vikunni.

Buttigieg átti í samtali við fundarstjórann á sviðinu og var svo spurður nokkurra hraðaspurninga, meðal annars hvaða lag hann myndi vilja hlusta á, ef það væri hans síðasta. Svaraði hann Sigur Rós, án þess þó að tilgreina nákvæmlega hvaða lag.

Politico segir frá kosningafundinum, en Buttigieg sækist eftir að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember.

Hinn 38 ára Buttigieg hefur starfað sem bæjarstjóri South Bend í Indiana frá árinu 2012, en hann lét af embætti um áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×