Innlent

Gripinn við að sparka upp hurð á húsi í Hafnar­firði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. Vísir/vilhelm

Lögregla í Hafnarfirði handtók mann á fimmta tímanum í nótt þar sem hann var að sparka upp hurð á húsi í bænum. Maðurinn er grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðborginni á öðrum tímanum. Hann er grunaður um líkamsárás og brot á lögreglusamþykkt og áfengislögum, auk ofbeldis gegn lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Kona sem lögregla hafði afskipti af vegna hávaðaútkalls í Laugardalnum neitaði að gefa upp nafn og aðrar persónuupplýsingar og var því færð á lögreglustöð, að því er segir í dagbók lögreglu. Þar veitti hún lögreglu umræddar upplýsingar og var látin laus.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.