Innlent

Gripinn við að sparka upp hurð á húsi í Hafnar­firði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. Vísir/vilhelm

Lögregla í Hafnarfirði handtók mann á fimmta tímanum í nótt þar sem hann var að sparka upp hurð á húsi í bænum. Maðurinn er grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðborginni á öðrum tímanum. Hann er grunaður um líkamsárás og brot á lögreglusamþykkt og áfengislögum, auk ofbeldis gegn lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Kona sem lögregla hafði afskipti af vegna hávaðaútkalls í Laugardalnum neitaði að gefa upp nafn og aðrar persónuupplýsingar og var því færð á lögreglustöð, að því er segir í dagbók lögreglu. Þar veitti hún lögreglu umræddar upplýsingar og var látin laus.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.