Innlent

Hundur með mögu­lega reyk­eitrun eftir elds­voða í bíl

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bifreiðin er ónýt eftir eldsvoðann. Mynd er úr safni.
Bifreiðin er ónýt eftir eldsvoðann. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út ásamt lögreglu þegar eldur kom upp í bíl í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi. Ekki urðu slys á fólki en hundur sem var í bifreiðinni var færður til dýralæknis vegna mögulegrar reykeitrunar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Bifreiðin er ónýt eftir eldsvoðann. Hún var ekki í gangi þegar eldurinn kom upp.

Þá stöðvaði lögregla nokkra ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum og/eða án réttinda. Einn ökumaðurinn sem stöðvaður var í Hlíðunum seint á öðrum tímanum í nótt er auk þess grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Lögreglu var í tvígang tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið var á ljósastaur, fyrst á Reykjanesbraut á sjöunda tímanum og síðar í Árbænum á ellefta tímanum. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×