Lífið

Leikari sem lék eitt sinn í Friends fannst látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stan Kirsch lék í Friends.
Stan Kirsch lék í Friends.

Leikarinn Stan Kirsch fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles en TMZ greinir frá.

Krisch lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum Highlander, JAG, General Hospital og í Friends.

Þar lék hann ungan mann sem var í stuttu sambandi með Monica og átti að vera mörgum árum yngri en hún.

Eiginkona Kirsch kom að honum á heimili þeirra en TMZ greinir frá því að hann hafi svipt sig lífi.

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.

Nánari upplýsingar hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.