Sport

Í beinni í dag: Taka tvö hjá United og Úlfunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurvegarinn í leik Manchester United og Wolves mætir Watford eða Tranmere Rovers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.
Sigurvegarinn í leik Manchester United og Wolves mætir Watford eða Tranmere Rovers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. vísir/getty

Það ræðst í kvöld hvort Manchester United og Wolves kemst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Liðin gerðu markalaust jafntefli á Molineux fyrr í mánuðinum og þurfa því að mætast aftur á Old Trafford í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Einnig verður sýnt beint frá leik Hauka og Keflavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar en Keflavík í því þriðja. Fjórum stigum munar á liðunum.

Þá verður sýnt beint frá Abu Dhabi HSBC Championship sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:
19:05 Haukar - Keflavík, Stöð 2 Sport 2
19:40 Man. Utd - Wolves, Stöð 2 Sport
03:30 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.