Sport

Í beinni í dag: Taka tvö hjá United og Úlfunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurvegarinn í leik Manchester United og Wolves mætir Watford eða Tranmere Rovers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.
Sigurvegarinn í leik Manchester United og Wolves mætir Watford eða Tranmere Rovers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. vísir/getty

Það ræðst í kvöld hvort Manchester United og Wolves kemst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.Liðin gerðu markalaust jafntefli á Molineux fyrr í mánuðinum og þurfa því að mætast aftur á Old Trafford í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Einnig verður sýnt beint frá leik Hauka og Keflavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar en Keflavík í því þriðja. Fjórum stigum munar á liðunum.Þá verður sýnt beint frá Abu Dhabi HSBC Championship sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:

19:05 Haukar - Keflavík, Stöð 2 Sport 2

19:40 Man. Utd - Wolves, Stöð 2 Sport

03:30 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.