Enski boltinn

Rashford ekki með United á liðshótelinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashford meiddist í bikarleik gegn Wolves
Rashford meiddist í bikarleik gegn Wolves vísir/getty

Mikil óvissa ríkir um þátttöku Marcus Rashford í leik Manchester United og Liverpool á Anfield á morgun.Rashford meiddist í leik United og Wolves í ensku bikarkeppninni á miðvikudaginn.Rashford var ekki meðal þeirra leikmanna United sem mættu á Lowry-hótelið í kvöld.Ekki er þó loku skotið fyrir það að enski landsliðsmaðurinn verði með United á morgun en það kemur betur í ljós þegar nær dregur leik.Rashford er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með 19 mörk í öllum keppnum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.